„Þannig að sonur minn er ekki nógu veikur. Hvenær er fíkill nógu veikur?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júní 2014 21:04 VISIR/ANTON „Mig langar svo að skilja þessi tvö kerfi s.s velferðakerfið og heilbrigðiskerfið en kannski er það rétt hjá mér að þessi kerfi eru raunverulega ekki til nema í ráðuneytinu sem stöðugildi fyrir fólk með fín laun. Mig langar til að fá útskýringu á því hvernig hægt er að loka geðdeild 33A vegna framkvæmda og ekki vera með neitt úrræði í staðinn, hvernig hægt er að útskrifa fárveikan fíkil eftir 5 sólarhringa í afeitrun og senda hann út á götu?“ Að þessu spyr Kristín Snorradóttir þroskaþjálfi í opnu bréfi til Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem birtist á vefmiðlinum Innihald í dag. Í bréfinu lýsir Kristín upplifun sinni sem móður fíkils, tuttugu sex ára gamals manns sem byrjaði snemma í neyslu og fór hratt út í harða neyslu að hennar sögn. Hann hafi þó náð að hætta neyslu sinni árið 2007 þegar hann fór í hálfs árs meðferð og Kristín segist hafa fengið „hann til baka bjartan og fallegan í rúm fjögur ár.“ En eftir fjögur ár af edrúmennsku féll hann aftur. „Ég man að ég og dóttir mín, s.s systir hans, grétum eins og hann hefði dáið því við mundum að það var það eina sem var eftir áður en hann hætti,“ segir Kristín. Hann sprauti sig nú með morfíni og kljáist við fíkn sína af nýju. Hún segir son sinn hafa búið á götunni í nokkra mánuði og hafi leiðst út í afbrot til að fjármagna neyslu sína. „Ég hef haft miklar áhyggjur af honum og óttast að fá símtalið. Þetta símtal sem færir mér fréttir af andláti hans.“Kristín SnorradóttirSkammvinn gleði Hún hafi því glaðst þegar hringt var í hana fyrir skömmu og henni tjáð að sonur hennar hafi komist inn á geðdeild. Þegar hún heimsótti hann á þriðja degi hafi henni þó brugðið. „Að sjá hann grindhoraðan, tekinn, búinn að missa nokkrar tennur og með ljót sprautuför á líkamanum. Hann var mjög þreyttur og brotinn. Hann er líka með lifrabólgu og lifrin í honum svo bólgin að hann verkjar. Hann var inni á spítala vegna þess fyrir stuttu,“ segir Kristín og bætir við að hún þakki þó fyrir að sonur hennar hafi ratað þangað inn, því hún vissi að hann væri algjörlega búinn á því – bæði líkamlega og andlega. Gleðin hafi þó verið skammvinn. Í gær hafi Kristínu borist símtal þar sem henni var tilkynnt að deildinni sem sonur hennar hvíldi á yrði lokað og að ekkert annað úrræði byðist honum – bara gatan. Einungis þeir sem væru veikastir og með greinda geðröskun væru settir á aðrar deildir en aðrir, eins og sonur hennar, útskrifaðir. „Ég sagði að það gæti ekki verið, við byggjum við heilbrigðis- og velferðakerfi og ég gæti ekki trúað því að hann yrði settur út, þeir myndu finna handa honum úrræði. Hann var brotinn í símanum og sagði að það væri ekkert annað úrræði,“ segir hún í bréfinu. „Þannig að sonur minn er ekki nógu veikur. Hvenær er fíkill nógu veikur?“ spyr hún og bætir við að hún hafi ekkert heyrt af syni sínum síðan hann var útskrifaður um klukkan tíu í morgun. Hún hafi því gríðarlegar áhyggjur af honum, rétt eins og allir sem eru í hennar stöðu, en Kristín segist þekkja til fleiri keimlíkra tilfella. Bréf hennar snúist því ekki ekki bara um son hennar, „heldur alla þá sem fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa“ og endar hún bréf sitt nokkrum spurningum til ráðherranna tveggja sem hún krefst svara við fyrir hönd allra í sömu aðstöðu og hún:Eru fíklar ekki fólk?Hverjir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu í þessu landi og eru mannréttindi ekki fyrir alla hópa?Hver hagnast að því að útskrifa fíkil á götuna eftir 5 daga afeitrun?Er það forsvaranlegt að loka geðdeild vegna lagfæringa og ekki vera með neitt sem tekur við?Hefði ekki verið betra að sleppa því að taka hann inn og sjá hvort velferðakerfið hefði þá verið svo heppið að hann dræpi sig þarna úti og því þyrfti ekki að sinna honum?Eða hver haldið þið að kostnaðurinn sé fyrir samfélagið að setja hann aftur á götuna?Háttvirtu ráðherrar, hvers virði eru mannslíf ? Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Mig langar svo að skilja þessi tvö kerfi s.s velferðakerfið og heilbrigðiskerfið en kannski er það rétt hjá mér að þessi kerfi eru raunverulega ekki til nema í ráðuneytinu sem stöðugildi fyrir fólk með fín laun. Mig langar til að fá útskýringu á því hvernig hægt er að loka geðdeild 33A vegna framkvæmda og ekki vera með neitt úrræði í staðinn, hvernig hægt er að útskrifa fárveikan fíkil eftir 5 sólarhringa í afeitrun og senda hann út á götu?“ Að þessu spyr Kristín Snorradóttir þroskaþjálfi í opnu bréfi til Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem birtist á vefmiðlinum Innihald í dag. Í bréfinu lýsir Kristín upplifun sinni sem móður fíkils, tuttugu sex ára gamals manns sem byrjaði snemma í neyslu og fór hratt út í harða neyslu að hennar sögn. Hann hafi þó náð að hætta neyslu sinni árið 2007 þegar hann fór í hálfs árs meðferð og Kristín segist hafa fengið „hann til baka bjartan og fallegan í rúm fjögur ár.“ En eftir fjögur ár af edrúmennsku féll hann aftur. „Ég man að ég og dóttir mín, s.s systir hans, grétum eins og hann hefði dáið því við mundum að það var það eina sem var eftir áður en hann hætti,“ segir Kristín. Hann sprauti sig nú með morfíni og kljáist við fíkn sína af nýju. Hún segir son sinn hafa búið á götunni í nokkra mánuði og hafi leiðst út í afbrot til að fjármagna neyslu sína. „Ég hef haft miklar áhyggjur af honum og óttast að fá símtalið. Þetta símtal sem færir mér fréttir af andláti hans.“Kristín SnorradóttirSkammvinn gleði Hún hafi því glaðst þegar hringt var í hana fyrir skömmu og henni tjáð að sonur hennar hafi komist inn á geðdeild. Þegar hún heimsótti hann á þriðja degi hafi henni þó brugðið. „Að sjá hann grindhoraðan, tekinn, búinn að missa nokkrar tennur og með ljót sprautuför á líkamanum. Hann var mjög þreyttur og brotinn. Hann er líka með lifrabólgu og lifrin í honum svo bólgin að hann verkjar. Hann var inni á spítala vegna þess fyrir stuttu,“ segir Kristín og bætir við að hún þakki þó fyrir að sonur hennar hafi ratað þangað inn, því hún vissi að hann væri algjörlega búinn á því – bæði líkamlega og andlega. Gleðin hafi þó verið skammvinn. Í gær hafi Kristínu borist símtal þar sem henni var tilkynnt að deildinni sem sonur hennar hvíldi á yrði lokað og að ekkert annað úrræði byðist honum – bara gatan. Einungis þeir sem væru veikastir og með greinda geðröskun væru settir á aðrar deildir en aðrir, eins og sonur hennar, útskrifaðir. „Ég sagði að það gæti ekki verið, við byggjum við heilbrigðis- og velferðakerfi og ég gæti ekki trúað því að hann yrði settur út, þeir myndu finna handa honum úrræði. Hann var brotinn í símanum og sagði að það væri ekkert annað úrræði,“ segir hún í bréfinu. „Þannig að sonur minn er ekki nógu veikur. Hvenær er fíkill nógu veikur?“ spyr hún og bætir við að hún hafi ekkert heyrt af syni sínum síðan hann var útskrifaður um klukkan tíu í morgun. Hún hafi því gríðarlegar áhyggjur af honum, rétt eins og allir sem eru í hennar stöðu, en Kristín segist þekkja til fleiri keimlíkra tilfella. Bréf hennar snúist því ekki ekki bara um son hennar, „heldur alla þá sem fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa“ og endar hún bréf sitt nokkrum spurningum til ráðherranna tveggja sem hún krefst svara við fyrir hönd allra í sömu aðstöðu og hún:Eru fíklar ekki fólk?Hverjir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu í þessu landi og eru mannréttindi ekki fyrir alla hópa?Hver hagnast að því að útskrifa fíkil á götuna eftir 5 daga afeitrun?Er það forsvaranlegt að loka geðdeild vegna lagfæringa og ekki vera með neitt sem tekur við?Hefði ekki verið betra að sleppa því að taka hann inn og sjá hvort velferðakerfið hefði þá verið svo heppið að hann dræpi sig þarna úti og því þyrfti ekki að sinna honum?Eða hver haldið þið að kostnaðurinn sé fyrir samfélagið að setja hann aftur á götuna?Háttvirtu ráðherrar, hvers virði eru mannslíf ?
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira