Innlent

Víða sólríkt um helgina

Bjarki Ármannsson skrifar
Nítján stiga hita er spáð á Kirkjubæjarklaustri á morgun.
Nítján stiga hita er spáð á Kirkjubæjarklaustri á morgun. Vísir/Vilhelm
Nokkuð sólríkt verður á landinu nú um helgina samkvæmt spá á vefsíðu Veðurstofunnar. Mest er spáð nítján stiga hita á Kirkjubæjarklaustri um hádegið á morgun.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð þrettán stiga hita og skýjum með köflum. Um fimmtán stigum er spáð á Akureyri og Egilsstöðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×