Innlent

Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Björn Blöndal, Björt framtíð, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin, Halldór Auðar Svansson, Píratar.
Björn Blöndal, Björt framtíð, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin, Halldór Auðar Svansson, Píratar. vísir/daníel
Allt bendir til þess að nýr meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna verði kynntur á morgun, að sögn Björns Blöndal, oddvita Bjartrar framtíðar. Fulltrúar flokkanna hafa fundað stíft síðustu daga og er vinna við málefnasamning er langt komin að sögn Björns.

Flokkarnir fengu samtal níu borgarfulltrúa af fimmtán í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánuði.

Í fundarboði Samfylkingarinnar, sem sent var út í dag, er fullyrt að samstarfssáttmálinn verði kynntur opinberlega á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×