Innlent

Samkomulag kynnt í borginni í dag - Sóley verður forseti borgarstjórnar

Visir/Vilhelm
Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna verður kynnt formlega síðdegis í dag, líklegast á milli klukkan þrjú og fjögur. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna forseti borgarstjórnar.

Þá hefur verið ákveðið að S.Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar verði formaður borgarráðs og Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata fær sæti í borgarráði. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar verður síðan borgarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×