Málsmeðferðartími verði ekki lengri en 90 dagar Gunnar Atli Gunnarsson: skrifar 11. júní 2014 20:30 Innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi undirrituðu í dag samning um þjónustu við hælisleitendur en samningnum er ætlað að hraða málsmeðferð vegna hælisumsókna og bæta verklag. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Rauða krossins í dag en meginmarkmið hans er að tryggja hlutlausa og óháða réttargæslu fyrir alla hælisleitendur þannig að jafnræðis sé gætt. Mun Rauði krossinn því taka tímabundið við því hlutverki að gæta hagsmuna hælisleitenda við umsókn þeirra um hæli. Samningurinn er liður í þeirri áætlun stjórnvalda að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna hér á landi þannig að hann verði að meðaltali ekki lengri en 90 dagar. „Rauði krossinn tekur að sér ákveðin verkefni fyrir hönd Útlendingastofnunar og fyrir hönd innanríkisráðuneytisins. Síðan erum við með nýjum lögum að innleiða kærunefnd í þessi mál þannig að málin eru kærð frá Útlendingastofnun til þeirrar nefndar en ekki til innanríkisráðuneytisins, sem aftur hraðar málsmeðferð“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Innanríkisráðuneytið hefur í nokkrum málum á undanförnum mánuðum snúið við úrskurði Útlendingastofnunar í kjölfar mótmæla. En hefur ráðherra ekki áhyggjur af því, að auðveldara sé fyrir sjálfstæða stjórnsýslunefnd að staðfesta slíka úrskurði, heldur en ef valdið væri hjá ráðherra þar sem pólitískur þrýstingur getur haft áhrif? „Það er nú þannig að í 90% tilfella eru úrskurðir Útlendingastofnunar staðfestir. Það er í undantekningartilvikum sem það gerist ekki. Það er hins vegar nauðsynlegt að vera með batterí sem að fer nákvæmlega yfir það, þetta eru flókin og snúin mál og við viljum hafa þau gagnsæ og eins faglega unnin og hægt er. Þannig að það er reynsla allra nágrannaþjóða okkar að það sé farsælast að gera þetta með þessum hætti“, segir Hanna Birna. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi undirrituðu í dag samning um þjónustu við hælisleitendur en samningnum er ætlað að hraða málsmeðferð vegna hælisumsókna og bæta verklag. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Rauða krossins í dag en meginmarkmið hans er að tryggja hlutlausa og óháða réttargæslu fyrir alla hælisleitendur þannig að jafnræðis sé gætt. Mun Rauði krossinn því taka tímabundið við því hlutverki að gæta hagsmuna hælisleitenda við umsókn þeirra um hæli. Samningurinn er liður í þeirri áætlun stjórnvalda að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna hér á landi þannig að hann verði að meðaltali ekki lengri en 90 dagar. „Rauði krossinn tekur að sér ákveðin verkefni fyrir hönd Útlendingastofnunar og fyrir hönd innanríkisráðuneytisins. Síðan erum við með nýjum lögum að innleiða kærunefnd í þessi mál þannig að málin eru kærð frá Útlendingastofnun til þeirrar nefndar en ekki til innanríkisráðuneytisins, sem aftur hraðar málsmeðferð“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Innanríkisráðuneytið hefur í nokkrum málum á undanförnum mánuðum snúið við úrskurði Útlendingastofnunar í kjölfar mótmæla. En hefur ráðherra ekki áhyggjur af því, að auðveldara sé fyrir sjálfstæða stjórnsýslunefnd að staðfesta slíka úrskurði, heldur en ef valdið væri hjá ráðherra þar sem pólitískur þrýstingur getur haft áhrif? „Það er nú þannig að í 90% tilfella eru úrskurðir Útlendingastofnunar staðfestir. Það er í undantekningartilvikum sem það gerist ekki. Það er hins vegar nauðsynlegt að vera með batterí sem að fer nákvæmlega yfir það, þetta eru flókin og snúin mál og við viljum hafa þau gagnsæ og eins faglega unnin og hægt er. Þannig að það er reynsla allra nágrannaþjóða okkar að það sé farsælast að gera þetta með þessum hætti“, segir Hanna Birna.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira