Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þrjátíu og átta ára karlmaður, Ingólfur Þórður Möller, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku á grasbala við skemmtistað. Atvikið átti sér stað í byrjun októbermánaðar árið 2012.

Ingólfur neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekki kannast við stúlkuna. Framburður hans þótt hins vegar ótrúverðugur og var honum að auki gert að greiða stúlkunni eina miljón í miskabætur og allan sakarkostnaðar - tæpar tvær milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×