Innlent

Allt reynt við fíkniefnasmygl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndir/Tollstjóri
Nýverið stöðvuðu íslenskir tollverðir póstsendingu sem innihélt skópar. Í sólum skóparsins fundust 22 grömm af kristölluðu metamfetamíni. Efnin voru í fimm litlum pökkum.

Í tilkynningu frá Tollstjóranum kemur fram að rökstuddur grunur hefði verið að um fíkniefnainnflutning hefði verið að ræða. Annars hafi sendingin virst sakleysisleg.

Málið var kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×