Innlent

Leita að íslenskum ofbeldismanni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Stjórnvöld hafa óskað eftir því við Interpol og Europol að Íslendingur sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í fyrra fyrir hættulegar líkamsárásir verði framseldur til landsins.

Ekki er vitað hvar maðurinn heldur sig en talið er að hann sé erlendis er fram kemur í frétt RÚV af málinu.  

Maðurinn hafði ekki hafið afplánun þriggja ára fangelsisdómsins þegar hann var ákærður á nýju fyrir líkamsárás og stefnt var á að þingfesta málið yfir manninum þann 25. júní.

Enn hefur ekki tekist að birta manninum ákæruna en handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í mars sem ekki hefur borið árangur.

Fangelsismálastofnun segist hafa upplýsingar um að maðurinn sé í útlöndum og sé því búin að óska eftir því við Interpol og Europol að hann verði framseldur til Íslands. Páll Winkel, forstjóri stofnunarinnar, segir að ekki hafi verið óskað eftir framsali fyrr því öll fangelsi á Íslandi séu full. Sem fyrr segir er ekki vitað nákvæmlega hvar maðurinn er niðurkominn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×