Innlent

Tíu ára fangelsi fyrir að brjóta gegn tíu ára gamalli stúlku

Randver Kári Randversson skrifar
Stefán Reynir á leið úr Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra.
Stefán Reynir á leið úr Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra. Vísir/Vilhelm
Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir Stefáni Reyni Heimissyni, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í október í fyrra dæmt til sjö ára fangelsisvistar fyrir að nema á brott tíu ára telpu og brjóta á henni kynferðislega.

Var dómurinn þyngdur í tíu ára fangelsi, auk þess sem miskabætur voru hækkaðar úr þremur milljónum króna í fjórar milljónir.

Stefán var ákærður fyrir sifskapar- og frelsissviptingarbrot með því að hafa með ofbeldi veist að stúlkunni og ekið með hana á afvikinn stað. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisbrot sem áttu sér stað meðan á frelsissviptingunni stóð.

Í dómi Hæstaréttar segir að brot Stefáns hafi verið þaulskipulagt og að brotavilji hans hafi verið sterkur og einbeittur, auk þess sem það beindist gegn varnarlausu barni sem átti sér einskis ills von og varði í rúmar tvær klukkustundir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×