Innlent

Hlaut opið ökklabrot í Herjólfsdal

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/óskar
Göngukona hrasaði í hlíðinni ofan Herjólfsdal í kvöld og hlaut við það opið ökklabrot. Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út og er nú að búa um hana í börum.

Að því loknu verður hún borin niður í dalinn þar sem sjúkrabíll bíður hennar og flytur hana á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×