Innlent

"Það eiga allir jafnan rétt til lífs“

Randver Kári Randversson skrifar
„Ef þetta hefði verið þriggja barna faðir sem hefði átt svona erfitt og þeir hefðu tekið hans líf, hvað hefði þá verið gert?,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, önnur systra Sævars Rafns Jónassonar, sem skotinn var til bana af lögreglumönnum í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 

Þær systur eru ekki ánægðar með viðbrögð lögreglu í málinu en niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara um málið voru birtar í dag. „Maður upplifir það eins og þetta hafi í rauninni bara verið sjálfsagt - að taka hans líf. En það eiga allir jafnan rétt til lífs, hverng sem þeir eru,“ segir Sigríður.

Nánar verður rætt við systur Sævars í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:30.


Tengdar fréttir

Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“

„Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra.

Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu

Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×