Minnast þjálfara síns með hlýhug Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2014 23:47 MYND/GUNNAR ÁRMANNSSON „Stundum á lífsleiðinni hittir maður fólk sem hefur meiri áhrif á mann en aðrir. Yfirleitt fer það saman að maður ber virðingu fyrir viðkomandi og telur sig geta lært af henni eða honum og reynir jafnvel að tileinka sér það sem manneskjan hefur fram að færa. Í mínu tilfelli var Pino Becerra ein af þessum manneskjum.“ Svona hefst pistill Gunnars Ármannssonar sem hann birti á bloggsíðu sinni fyrr í dag.Pino lést af slysförum í Fljótshlíð um síðastliðna helgi og hefur mikið verið fjallað um dauðsfall hennar og leit manna af samferðakonu hennar sem enn er ófundin. Gunnar segist ekki hafa þekkt Pino nema í rétt um mánuð en engu að síður hafi það dugað henni til að „hafa slík áhrif á mig að mér finnst kær vinur hafa horfið á braut,“eins og hann kemst að orði. Hann lýsir því í pistlinum hvernig Pino var ráðin sem þjálfari í hlaupahóp Stjörnunnar í maí síðastliðnum og reifar því næst æfingarnar sem hún lagði fyrir hópinn. „Æfingarnar hjá Pino voru skemmtilegar. Hún var skemmtileg. Hún var glettin og kunni að gera grín að tilburðum nemenda sinna án þess að gera lítið úr nokkrum. Henni tókst afar vel með leikrænum tilburðum að sýna okkur hvernig við gerðum æfingarnar vitlaust. Það var oft afar spaugilegt og efni í heilu skemmtiatriðin á árshátíðum hlaupahópa. Fyrir okkur Stjörnufólk sem urðum þeirra forréttinda aðnjótandi að sjá hvernig við litum út í augum þjálfarans okkar - hennar Pino - höfum við yndislegar minningar,“ segir Gunnar. Hann minnist hennar með hlýhug og minnist þess hvernig hún spurði hann frétta af einlægni. „Hún ráðlagði mér. Ég fór eftir því og fann að það skipti máli. Hlýleiki hennar og einlægur áhugi á vellíðan annarra snart mig. Pino skilur eftir sig djúp spor hjá mér og ég veit að hún gerir það einnig hjá öðrum Stjörnuhlaupurum sem æfðu undir hennar leiðsögn,“ segir Gunnar að lokum um leið og hann vottar aðstandendum hennar dýpstu samúð. Tengdar fréttir Fundu fótspor eftir berfætta manneskju Leit stendur enn yfir að konu sem saknað er eftir sumarbústaðaferð í Fljótshlíð. Fótspor eftir berfætta manneskju fannst í morgun um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur. 12. júní 2014 12:07 Fannst látin í Bleiksárgljúfri Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu. 11. júní 2014 09:39 Minnist systur sinnar sem dó í Fljótshlíð "Hún dó eins og náttúruöflin deyja, á undarlegan hátt, óútskýranlegan.“ 13. júní 2014 12:49 Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær. 11. júní 2014 14:16 Leita tveggja kvenna í Fljótshlíð Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leitar kvenna sem sáust síðast á laugardaginn. 11. júní 2014 09:42 Leggja megin áherslu á sporin "Megin áhersla leitarinnar í dag eru að elta þau spor sem fundust,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. 12. júní 2014 14:16 Leit heldur áfram í nótt Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni. 11. júní 2014 23:59 Fullleitað í Bleiksárgljúfri Leitarsvæðið útvíkkað til austurs. 12. júní 2014 10:22 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Stundum á lífsleiðinni hittir maður fólk sem hefur meiri áhrif á mann en aðrir. Yfirleitt fer það saman að maður ber virðingu fyrir viðkomandi og telur sig geta lært af henni eða honum og reynir jafnvel að tileinka sér það sem manneskjan hefur fram að færa. Í mínu tilfelli var Pino Becerra ein af þessum manneskjum.“ Svona hefst pistill Gunnars Ármannssonar sem hann birti á bloggsíðu sinni fyrr í dag.Pino lést af slysförum í Fljótshlíð um síðastliðna helgi og hefur mikið verið fjallað um dauðsfall hennar og leit manna af samferðakonu hennar sem enn er ófundin. Gunnar segist ekki hafa þekkt Pino nema í rétt um mánuð en engu að síður hafi það dugað henni til að „hafa slík áhrif á mig að mér finnst kær vinur hafa horfið á braut,“eins og hann kemst að orði. Hann lýsir því í pistlinum hvernig Pino var ráðin sem þjálfari í hlaupahóp Stjörnunnar í maí síðastliðnum og reifar því næst æfingarnar sem hún lagði fyrir hópinn. „Æfingarnar hjá Pino voru skemmtilegar. Hún var skemmtileg. Hún var glettin og kunni að gera grín að tilburðum nemenda sinna án þess að gera lítið úr nokkrum. Henni tókst afar vel með leikrænum tilburðum að sýna okkur hvernig við gerðum æfingarnar vitlaust. Það var oft afar spaugilegt og efni í heilu skemmtiatriðin á árshátíðum hlaupahópa. Fyrir okkur Stjörnufólk sem urðum þeirra forréttinda aðnjótandi að sjá hvernig við litum út í augum þjálfarans okkar - hennar Pino - höfum við yndislegar minningar,“ segir Gunnar. Hann minnist hennar með hlýhug og minnist þess hvernig hún spurði hann frétta af einlægni. „Hún ráðlagði mér. Ég fór eftir því og fann að það skipti máli. Hlýleiki hennar og einlægur áhugi á vellíðan annarra snart mig. Pino skilur eftir sig djúp spor hjá mér og ég veit að hún gerir það einnig hjá öðrum Stjörnuhlaupurum sem æfðu undir hennar leiðsögn,“ segir Gunnar að lokum um leið og hann vottar aðstandendum hennar dýpstu samúð.
Tengdar fréttir Fundu fótspor eftir berfætta manneskju Leit stendur enn yfir að konu sem saknað er eftir sumarbústaðaferð í Fljótshlíð. Fótspor eftir berfætta manneskju fannst í morgun um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur. 12. júní 2014 12:07 Fannst látin í Bleiksárgljúfri Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu. 11. júní 2014 09:39 Minnist systur sinnar sem dó í Fljótshlíð "Hún dó eins og náttúruöflin deyja, á undarlegan hátt, óútskýranlegan.“ 13. júní 2014 12:49 Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær. 11. júní 2014 14:16 Leita tveggja kvenna í Fljótshlíð Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leitar kvenna sem sáust síðast á laugardaginn. 11. júní 2014 09:42 Leggja megin áherslu á sporin "Megin áhersla leitarinnar í dag eru að elta þau spor sem fundust,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. 12. júní 2014 14:16 Leit heldur áfram í nótt Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni. 11. júní 2014 23:59 Fullleitað í Bleiksárgljúfri Leitarsvæðið útvíkkað til austurs. 12. júní 2014 10:22 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fundu fótspor eftir berfætta manneskju Leit stendur enn yfir að konu sem saknað er eftir sumarbústaðaferð í Fljótshlíð. Fótspor eftir berfætta manneskju fannst í morgun um þremur kílómetrum austan við Bleiksárgljúfur. 12. júní 2014 12:07
Fannst látin í Bleiksárgljúfri Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu. 11. júní 2014 09:39
Minnist systur sinnar sem dó í Fljótshlíð "Hún dó eins og náttúruöflin deyja, á undarlegan hátt, óútskýranlegan.“ 13. júní 2014 12:49
Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær. 11. júní 2014 14:16
Leita tveggja kvenna í Fljótshlíð Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leitar kvenna sem sáust síðast á laugardaginn. 11. júní 2014 09:42
Leggja megin áherslu á sporin "Megin áhersla leitarinnar í dag eru að elta þau spor sem fundust,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. 12. júní 2014 14:16
Leit heldur áfram í nótt Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni. 11. júní 2014 23:59