Innlent

507 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games og BSc í viðskiptafræði frá HR árið 2004, flytur hátíðarávarp.
Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games og BSc í viðskiptafræði frá HR árið 2004, flytur hátíðarávarp. Aðsend mynd
507 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í dag, við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu. Flestir þeirra luku námi frá tækni- og verkfræðideild HR, eða 178 nemendur. 327 luku grunnnámi, 179 meistaranámi og einn doktorsnámi.

Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games og fyrrverandi nemandi HR flutti hátíðarávarp útskriftarinnar. Ómar Berg Rúnarsson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, fjallaði í ávarpi sínu meðal annars um fjármögnun háskóla á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin.

„Eftir þann niðurskurð sem orðið hefur á síðustu árum er staðan sú að hverjum nemanda í háskóla á Íslandi fylgir aðeins helmingur þess fjármagns sem fylgir nemanda á öðrum Norðurlöndum. Þetta er nokkuð sem verður að laga, svo Ísland verði samkeppnishæft í menntun og nýsköpun til framtíðar. Menntamál eru efnahagsmál, ekki velferðarmál, því fjárfesting í menntun skilar auknum hagvexti og bættri samkeppnishæfni,“ sagði Ari.

Stjórnvöld virðast þó vera að átta sig á þessum staðreyndum því nýlega var samþykkt aðgerðaáætlun vísinda- og tækniráðs um að verulega verði bætti í rannsóknarsjóði á næstu árum og að í skrefum verði unnið að því að fjármögnun háskóla verði sambærileg við hin Norðurlöndin. Enn er langt í land með að fjármögnun háskóla hér á landi sé viðunandi, en þetta er mikilvægt skref í rétta átt.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×