Innlent

Sveinbjörg Birna fékk tvö atkvæði í forseta borgarstjórnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveinbjörg Birna fékk tvö atkvæði í embætti forseta bæjarstjórnar.
Sveinbjörg Birna fékk tvö atkvæði í embætti forseta bæjarstjórnar.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, fékk tvö atkvæði í stól forseta borgarstjórnar. Þetta kom fram á fyrsta borgarstjórnarfundi á nýju kjörtímabil í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Sóley Tómasdóttir verður forseti borgarstjórnar á þessu kjörtímabili.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem var í öðru sæti lista Framsóknar og flugvallarvina, fékk einnig tvö atkvæði í embætti varaforseta borgarstjórnar. Elsa Hrafnhildur Yeoman mun gegna þeirri stöðu á kjörtímabilinu.

Sóley gleymdi í kjölfarið liðum tvö og þrjú á dagskrá fundarins en þeirra á meðal var kosning nýs borgarstjóra. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, benti á þau mistök og var Dagur B. Eggertsson kjörinn nýr borgarstjóri. Sveinbjörg Birna fékk einnig tvö atkvæði í stól borgarstjóra.

Dagur þakkaði stuðninginn og fór fögrum orðum um fráfarandi borgarstjóra, Jón Gnarr. Sagði hann samfélagið hafa lært af Jóni.

Borgarstjórnarfundurinn fer nú fram í ráðhúsinu og má horfa á fundinn hér.


Tengdar fréttir

Gleymdist að kjósa borgarstjóra

"Fall er fararheill,“ sagði Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn forseti borgarstjórnar, og skellti upp úr þegar í ljós kom að hún hafði gleymt kosningu nýs borgarstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×