Innlent

Borgarstjórn fundar í fyrsta sinn

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ný sveitarstjórn taka við stjórn fimmtán dögum eftir kjördag.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ný sveitarstjórn taka við stjórn fimmtán dögum eftir kjördag. Fréttablaðið/Vilhelm
SveitarstjórnarmálFyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag klukkan tvö.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur fundinn sem starfsaldursforseti og stýrir fundi þar til Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, verður kjörin forseti borgarstjórnar. Kosið verður í allar nefndir og ráð en sætum er úthlutað samkvæmt d'Hondt-reglunni.

Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri, segir skipan nefnda verða með sama hætti og áður utan þess að nýtt stjórnkerfis- og lýðræðisráð verður stofnað undir forystu Halldórs Auðar Svanssonar, oddvita Pírata, sem og að nefndarmönnum í skipulagsráði verður fækkað úr níu í sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×