Innlent

Gleymdist að kjósa borgarstjóra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm
„Fall er fararheill,“ sagði Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn forseti borgarstjórnar, þegar í ljós kom að hún hafði gleymt kosningu nýs borgarstjóra.

Að lokinni kosningu forseta og varaforseta borgarstjórnar óskaði Kjartan Magnússon eftir því að fá að taka til máls og ræða fundarsköp forseta borgarstjóra. Benti Kjartan á að hann væri ósáttur við að hlaupið væri yfir kosningu borgarstjóra. Taldi hann að geyma ætti kosninguna þar til síðar ólíkt því sem fram kom á dagskránni.

Málið var þó ekki flóknara en svo að Sóley, í fyrsta sinn í hlutverki forseta borgarstjórnar, hafði gleymt liðum tvö og þrjú er sneru að kjöri borgarstjóra og ritara.

„Ég tek þetta á mig,“ sagði Sóley og uppskar hlátur úr sal. Í kjölfarið var Dagur B. Eggertsson kjörinn borgarstjóri. Fundur borgarstjórnar stendur yfir en fylgjast má með honum í beinni útsendingu á heimasíðu Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×