Sjúkdómur líklegasta skýring fugladauðans Svavar Hávarðsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Allar riturnar sem fundust voru í fjörukambi ofan flæðamáls svo talið er að mun fleiri fuglar hafi drepist en þeir 70 sem fundust. Mynd/Menja „Það bendir allt til þess að sótt eða einhverjir sjúkdómar séu á ferðinni þegar fullorðnir fuglar drepast, margir í einu á litlum punkti,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, spurður um hugsanlegar skýringar á fjöldadauða sjófugla á Snæfellsnesi. Fjöldadauði fugla er sjaldgæfur en þekktir úr sögunni. Ástæður slíkra tilvika hafa ekki verið könnuð markvisst hér á landi. Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku, en alls var safnað saman 70 dauðum ritum, skörfum og æðarfugli. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru á fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum. Ástand fuglanna var mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist athygli sérfræðinga því að grunnum tjörnum á svæðinu. Gunnar Þór segir að erlendis sé fugladauði mun algengari, og þá er oft um bakteríuna clostridium botulinum að ræða, en þá er talað um bótulisma þegar sýkillinn veldur slíkum skaða. „Það er engin ástæða til að útiloka þessa skýringu þó hún sé ekki þekkt hér á landi, en það sama má segja um fuglaflensur. En það eru aðrar skýringar sem má ekki útiloka en þetta verður að rannsaka,“ segir Gunnar Þór. Mikilvægi þess að fugladauðinn sé rannsakaður af nákvæmni er mikið, að mati Gunnars Þórs. „Bæði til að fylgast með hvort fuglaflensur eiga einhvern þátt þarna, en einnig hvort bótúlínumsýkilinn finnst í jarðvegi hérna og vatni, eins og tjörnunum stutt frá Rifi og Fróðárrifi. „Það er alltaf flókið þegar koma upp sjúkdómar, en við verðum að skilja þetta. Við svona tilvik ætti að leita skýringanna, því þetta snýr að heilbrigði fuglastofnanna. Okkur vantar reyndar skilvirka leið hér á landi til að fylgast með heilbrigði villtra dýra, því engin stofnun sinnir því sérstaklega." Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Það bendir allt til þess að sótt eða einhverjir sjúkdómar séu á ferðinni þegar fullorðnir fuglar drepast, margir í einu á litlum punkti,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, spurður um hugsanlegar skýringar á fjöldadauða sjófugla á Snæfellsnesi. Fjöldadauði fugla er sjaldgæfur en þekktir úr sögunni. Ástæður slíkra tilvika hafa ekki verið könnuð markvisst hér á landi. Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku, en alls var safnað saman 70 dauðum ritum, skörfum og æðarfugli. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru á fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum. Ástand fuglanna var mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist athygli sérfræðinga því að grunnum tjörnum á svæðinu. Gunnar Þór segir að erlendis sé fugladauði mun algengari, og þá er oft um bakteríuna clostridium botulinum að ræða, en þá er talað um bótulisma þegar sýkillinn veldur slíkum skaða. „Það er engin ástæða til að útiloka þessa skýringu þó hún sé ekki þekkt hér á landi, en það sama má segja um fuglaflensur. En það eru aðrar skýringar sem má ekki útiloka en þetta verður að rannsaka,“ segir Gunnar Þór. Mikilvægi þess að fugladauðinn sé rannsakaður af nákvæmni er mikið, að mati Gunnars Þórs. „Bæði til að fylgast með hvort fuglaflensur eiga einhvern þátt þarna, en einnig hvort bótúlínumsýkilinn finnst í jarðvegi hérna og vatni, eins og tjörnunum stutt frá Rifi og Fróðárrifi. „Það er alltaf flókið þegar koma upp sjúkdómar, en við verðum að skilja þetta. Við svona tilvik ætti að leita skýringanna, því þetta snýr að heilbrigði fuglastofnanna. Okkur vantar reyndar skilvirka leið hér á landi til að fylgast með heilbrigði villtra dýra, því engin stofnun sinnir því sérstaklega."
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira