Innlent

Sóley Tómasdóttir á Facebook: „Ég er fáviti“

Bjarki Ármannsson skrifar
Sóley harmar greinilega atvikið.
Sóley harmar greinilega atvikið. Vísir/Stefán
„Hvernig er hægt að gleyma að kjósa borgarstjóra? Ég er fáviti!“ skrifar Sóley Tómasdóttir, nýr forseti borgarstjórnar, á Facebook-síðu sína fyrr í kvöld?

Eins og greint var frá fyrr í dag fór fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar ekki uppákomulaust fram. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, var þá ósáttur með að hlaupið hefði verið yfir kosningu nýs borgarstjóra en sá liður hafði einfaldlega gleymst.

„Ég tek þetta á mig,“ sagði þá Sóley og uppskar hlátrasköll viðstaddra. Facebook-færsla oddvitans hefur sömuleiðis slegið í gegn og virðast flestir sjá spaugilegu hlið málsins.



Tengdar fréttir

„Jón farsæll og góður borgarstjóri“

„Jón Gnarr hefur verið farsæll og mjög góður borgarstjóri,“ segir Dagur B. Eggertsson sem tók við sem borgarstjóri í dag. Meirihlutinn í borgarstjórn treystir sér ekki til að starfa með Framsókn og flugvallavinum sem fá ekki sæti í helstu ráðum og nefndum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×