Innlent

Bæjarráð á Hornafirði eingöngu skipað konum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ný bæjarstjórn á Hornafirði.
Ný bæjarstjórn á Hornafirði.
Á bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Hornafirði í gær þann 18. júní var Björn Ingi Jónsson kosinn nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins. Björn Ingi er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í meirihlutasamstarfi við 3. framboðið. Björn Ingi hefur setið í bæjarstjórn Hornafjarðar undanfarin átta ár.

Á fundinum var kosið í nefndir og ráð. Þrjár konur manna bæjarráð en það ku vera í fyrsta sinn í sögu Hornafjarðar sem öll sætin eru skipuð konum. Einnig eru konur í meirihluta í bæjarstjórn því af sjö kjörnum fulltrúm eru fjórar konur og þrír karlar að því er segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Ásgerður K. Gylfadóttir, fráfarandi bæjarstjóri, afhendir Birni Inga Björnssyni lykla að skrifstofu bæjarstjóra.

Tengdar fréttir

Ný bæjarstjórn í Hornafirði

Bæjarfulltrúar Þriðja framboðsins og Sjálfstæðisflokksins hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í Sveitarfélaginu Hornafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×