Innlent

Meirihlutasamstarf undirritað á Hornafirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá undirritunni.
Frá undirritunni. MYND/AÐSEND
Bæjarfulltrúar 3. Framboðsins og Sjálfstæðisflokksins hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í Sveitarfélaginu Hornafirði á komandi kjörtímabili, frá 2014 til ársins 2018.

Meginmarkmið nýrrar bæjarstjórnar verður að viðhalda og efla grunnþjónustu við íbúa ásamt því að styrkja möguleika sveitarfélagsins til að eflast og stækka er fram kemur í tilkynningu frá hinum nýja meirihluta.

Sjálfstæðisflokkurinn mun fá bæjarstjóraembættið í sinn hlut og verður Björn Ingi Jónsson ráðinn næsti bæjarstjóri sveitarfélagsins.



„Aukið gegnsæi og íbúalýðræði verður eitt af leiðarljósum í starfi bæjarstjórnar. Leitast skal við að hafa gott samstarf milli allra bæjarfulltrúa óháð flokki og tryggja að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin,“ segir þar meðal annars.

Málefnasamningurinn meirihlutans byggir á stefnuskrám sem framboðin lögðu fram fyrir kosningarnar 2014 og nálgast má hér að neðan.

Málefnasamningur 3. Framboðsins og Sjálfstæðisflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×