Oddvitar setja spurningamerki við hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2014 21:10 Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“ Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“
Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent