Oddvitar setja spurningamerki við hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2014 21:10 Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“ Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“
Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08