Þrýst á Bjarna að slíta stjórnarsamstarfi 2. júní 2014 21:34 Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent