Þrýst á Bjarna að slíta stjórnarsamstarfi 2. júní 2014 21:34 Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið hvatningu um að endurskoða eða slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna þess sem kallað er hatursfull orðræða Framsóknar á vettvangi borgarstjórnar. Framsóknarflokkurinn hefur verið kallaður "öfgamiðjuflokkur" vegna breyttrar pólitískrar orðræðu oddvitans í Reykjavík.Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík komu eins og sprengja inn í kosningabaráttuna í Reykjavík. Málflutningurinn skilaði sér því fylgi Framsóknar fór úr 4 prósentum í 10 á örfáum dögum. Orðræða Framsóknarflokksins í Reykjavík þykir eiga margt sammerkt með þjóðernispopúlisma en formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, andmælti þessu ekki með skýrum hætti fyrir kosningar. Frelsi og varðstaða fyrir grundvallarmannréttindum einstaklingsins hefur lengi verið leiðandi stef í stefnu og gildum Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þeim skilaboðum hafi verið komið á framfæri við forystu flokksins að endurskoða, eða jafnvel slíta, meirihlutasamstarfi við Framsókn í landsmálunum með það fyrir augum að standa vörð um gildi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í „öfgamiðjuflokk,“ en hugtakið er alveg nýtt á vettvangi hinnar pólitísku orðræðu. Bjarni Benediktsson vildi ekki tjá sig um orðræðu oddvita Framsóknar í Reykjavík þegar eftir því var leitað eða hvort málflutningurinn hefði haft einhver áhrif á stöðu ríkisstjórnarsamstarfsins. Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra trúnaðarmanna flokksins sem hafa haft áhyggjur af málflutningi Framsóknarmanna. Hún er þó ekki í hópi þeirra sem hafa rætt þetta formlega við Bjarna. „Nú gerðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með sér samkomulag þegar þeir settust í ríkisstjórn og í því samkomulagi kemur alveg skýrt fram að það eigi að vinna að jafnrétti allra þegna, alveg óháð þeirra stöðu,“ segir Áslaug.„Þannig að það kemur svolítið á óvart að undanfarna daga hefur verið, finnst mér, óskýr málflutningur Framsóknarmanna,“ segir Áslaug.„Ég held að við þurfum öll að fá að heyra hvert er verið að róa. Hvert er Framsóknarflokkurinn í Reykjavík að róa?“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira