Innlent

„Þessi voru á leynifundi“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá þennan meinta leynifund.
Hér má sjá þennan meinta leynifund.
„Tilhugsunin um að þessi myndi meirihluta fær sólina til að spretta fram,“ segir Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna á Facebook-síðu sinni um þessa mynd sem sést hér að ofan. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastýra Bjartrar framtíðar segir: „Þessi voru á leynifundi. Og voru glöð."

Dagur B. Eggertsson, Sóley Tómasdóttir, S. Björn Blöndal og Halldór Auðar Svansson funda nú um myndun meirihluta í borgarstjórn og skelltu sér í hádegismat á Austurlandahraðlestinni. 

Í gær sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar að hann ætti í meirihlutaviðræðum við oddvita Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar. „Átti í dag góðan fund með Sóleyju, Birni Blöndal og Halldóri Auðar, þar sem við könnuðum grundvöll til meirihlutamyndunar. Það gekk vel og var niðurstaða okkar sú að ræða áfram saman næstu daga. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði mikið að frétta fyrr en einhvern tímann í næstu viku, því við ætlum að gefa okkur þann tíma í þetta sem þarf.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×