Innlent

Nýr meirihluti í Grindavík

Randver Kári Randversson skrifar
Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Grindavíkurlistans verður myndaður í Grindavík.
Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Grindavíkurlistans verður myndaður í Grindavík. Vísir/Valli
Sjálfstæðisflokkur og Grindavíkurlistinn hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur. 

Hjálmar Hallgrímsson, oddviti sjálfstæðismanna í Grindavík, segir samkomulag um meirihlutasamstarf milli flokkanna tveggja liggja fyrir og að samstarfssamningur verði undirritaður eftir helgi.

Hjálmar gerir ráð fyrir að samið verði við Róbert Ragnarsson, sem verið hefur bæjarstjóri í Grindavík frá árinu 2010, um að sitja áfram sem bæjarstjóri á þessu kjörtímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×