Innlent

26 ára og keyrir próflaus

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla á Suðurnesjum hefur haft afskipti af fjölmörgum ökumönnum í vikunni.
Lögregla á Suðurnesjum hefur haft afskipti af fjölmörgum ökumönnum í vikunni.
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í vikunni vegna þess að hann virti ekki stöðvunarskyldu. Í ljós kom að maðurinn hafði aldrei tekið bílpróf og viðurkenndi hann það á staðnum. Þetta var ekki eini ökumaðurinn sem gripinn var við að aka réttindalaus í vikunni. Sá hafði þó tekið bílprófið en ökuréttindin höfðu runnið út fyrir um það bil þremur árum. Enn annar vanvirti stöðvunarskyldu, hafði sá ekki ökuskírteinið meðferðis og var heldur ekki í öryggisbelti.

Lögregla vill koma því á framfæri til ökumanna að þeir virði umferðarreglur í hvívetna og tryggi að allt sem viðkomi aksturslagi sé í lagi.

Í sama umdæmi var tvítug kona færð á lögreglustöð vegna þess að grunur lék á um að hún æki undir áhifum vímuefna. Reyndist sá grunur á rökum reistur en hún hafði neytt kannabisefna fyrir aksturinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan er stöðvuð fyrir sömu sakir - í raun er ekki lengra síðan lögregla hafði afskipti af henni en tæp vika.

Auk konunnar voru tveir karlmenn stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum vímuefna. Annar þeirra var undir tvítugu og hafði reykt kannabis. Hinn, maður á fimmtugsaldri, hafði einnig neytt kannabisefna en að auki var hann undir áhrifum amfetamíns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×