Innlent

Bílvelta við Breiðholtsbraut

Randver Kári Randversson skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað. Vísir/Haraldur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar bíll valt við dýraspítalann við Breiðholtsbraut um klukkan 14:30 í dag.

Ein kona var í bílnum og var hún flutt á slysadeild en er ekki talin mikið slösuð. Bíllinn fór eina veltu og endaði utan vegar. Við það losnaði kerra sem var aftan í bílnum og timburfarmur dreifðist um veginn.

Vísir/Haraldur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×