Innlent

S- og D-listi í meirihluta í Sandgerði

Frá vinstri: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, oddviti D-listans, Ólafur Þór Ólafsson, oddviti S-listans og Elín Björg Gissurardóttir, sem var í 3. sæti D-listans.
Frá vinstri: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, oddviti D-listans, Ólafur Þór Ólafsson, oddviti S-listans og Elín Björg Gissurardóttir, sem var í 3. sæti D-listans. Mynd/aðsend
S-listi Samfylkingarinnar og óháðra borgara og D-listi sjálfstæðismanna og óháðra hafa gert með sér samkomulag um samstarf í meirihluta bæjarstjórnar í Sandgerði á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

Listarnir hafa náð samkomulagi um að Sigrún Árnadóttir verði áfram bæjarstjóri, Ólafur Þór Ólafsson verði forseti bæjarstjórnar og Hólmfríður Skarphéðinsdóttir verið formaður bæjarráðs. 

Stefnt er að því að fyrsti bæjarstjórnarfundur nýs kjörtímabils fari fram miðvikudaginn 18. júní og þar verður málefnasýn listanna lögð fram. 

Í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi hlaut S-listinn þrjá bæjarfulltrúa kjörna og D-listinn einn bæjarfulltrúa, og samtals fengu listarnir því fjóra fulltrúa í bæjarstjórn af sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×