Innlent

Stórsigur Sjálfstæðisflokks á Akranesi

Randver Kári Randversson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur á Akranesi.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur á Akranesi.
Lokatölur:

Lokatölur liggja nú fyrir frá Akranesi.

Framsókn tapa einum manni í bæjarstjórn, fá einn mann en voru með tvo.

Sjálfstæðismenn fá fimm menn, hreinan meirihluta, og bæta við sig þremur mönnum.

Samfylkingin býður afhroð, tapar helmingi kjörinna fulltrúa sinna.

Vinstri grænir falla út úr bæjarstjórninni.

Björt Framtíð fær rúman tíunda hluta atkvæða og einn mann kjörinn.

Atkvæðin skiptust því í stuttu máli svona:



B-listi – 14,4% - Einn maður

D-listi 41,33% - Fimm menn 

S-listi 23,9% - Tveir menn

V-listi 8,1% - Enginn

Æ-listi 12,3% - Einn maður inni

Fyrstu tölur:



Atkvæðin skiptast svo:



B- listi Framsóknarflokks hefur fengið 356 atkvæði eða 13,7% og fær 1 mann.



D- listi Sjálfstæðisflokksins hefur fengið 1079 atkvæði eða 41,6% og 5 menn.



S - listi Samfylkingar hefur fengið 620 atkvæði eða 23,9% og fær 2 menn.



V- listi Vinstri grænna hefur fengið 215 atkvæði eða 8,3% og fær engan mann.



Æ- listi Bjartrar Framtíðar hefur fengið 322 atvæði eða 12,4% og fær einn mann.



2696 atkvæði hafa verið talin


Tengdar fréttir

„Framar okkar björtustu vonum"

Ólafur Guðmundur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, segist gríðarlega ánægður með árangurinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×