Innlent

„Mér brá svo mikið“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
"Við sjálfstæðismenn erum öllu von svo að hér ríkir stóísk gleði,“ segir Hildur Sverrisdóttir.
"Við sjálfstæðismenn erum öllu von svo að hér ríkir stóísk gleði,“ segir Hildur Sverrisdóttir.
„Þetta er auðvitað alls ekki búið. En það var mjög gaman að fá að upplifa að vera allavega einu sinni inni í kvöld en þessi niðurstaða rímar ekki við skoðanakannanir í síðustu viku en við sjáum til. Þetta er vissulega jákvætt,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en hún er inni í borgarstjórn samkvæmt fyrstu tölum.

Hildur skipar 5. sæti á lista sjálfstæðismanna en kannanir síðustu daga hafa spáð því að flokkurinn fái aðeins þrjá menn. Aukning um tvo eru því nokkur tíðindi.

Aðspurð um hvort hún hafi trú á að staðan haldist með þessum hætti þorir Hildur lítið að segja.

„Mér eiginlega brá svo mikið að ég treysti mér ekki til þess að segja til um það. En já ég held það en ég vona ekki.“ Halldór Halldórsson oddviti tók í sama streng fyrr í kvöld í samtali við Vísi og vonaðist til að staðan myndi ekki breytast mikið.

Hún er stödd í Valhöll þar sem hún segir troðfullt út úr dyrum og menn séu að búa sig undri næstu tölur.

„Við sjálfstæðismenn erum öllu von svo að hér ríkir stóísk gleði,“ segir Hildur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×