Enski boltinn

Ronald de Boer óttaðist van Gaal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronald de Boer.
Ronald de Boer. Vísir/Getty
Leikmenn Manchester United munu fá menningarsjokk þegar Louis van Gaal tekur við liðinu í sumar, að sögn Ronald de Boer.

De Boer þekkir vel til van Gaal eftir að hafa spilað undir hans stjórn hjá Ajax, Barcelona og hollenska landsliðinu.

Van Gaal var í gær ráðinn knattspyrnustjóri United og tekur við liðinu eftir að HM í Brasilíu lýkur í sumar.

„Hann er afar strangur,“ sagði De Boer í samtali við BBC. „Þegar ég var ungur óttaðist ég hann. En hann mun ná því besta úr leikmönnum United. Undir hans stjórn munu allir stefna í sömu átt og fylgja hans fordæmi.“

„Maður leggur aðeins meira á sig þegar maður veit að van Gaal er að horfa á mann.“


Tengdar fréttir

Ryan Giggs hættur

Ryan Giggs hefur spilað sinn síðasta knattspyrnuleik eftir glæsilegan feril með Manchester United.

Rio: Van Gaal hentar Man. Utd

Miðvörðurinn segir hollenska þjálfarann hafa þá eiginleika sem þarf til að stýra félagi eins og Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×