Enski boltinn

Rio: Van Gaal hentar Man. Utd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rio Ferdinand hefur lokið ferli sínum á Old Trafford.
Rio Ferdinand hefur lokið ferli sínum á Old Trafford. Vísir/Getty
Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, telur að Hollendingurinn Louis van Gaal, sé rétti maðurinn í starfið hjá félaginu en ráðning hans virðist aðeins formsatriði úr því sem komið er.

„Hann virkar mjög strangur, beinskeittur og virðist alveg vita hvað hann vill og hvað hann vill ekki. Þannig mann þarf til að stýra Manchester United,“ segir Rio Ferdinand.

„Hvar sem hann hefur verið - Ajax, Bayern og Barcelona - virðist hann gera hlutina á sinn hátt og ég býst við að hann geri það sama verði hann stjóri United.“

Manchester United mistókst að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð og miðvörðurinn telur að það muni hjálpa liðinu í deildinni á næsta tímabili.

„Ekki spurning, 100 prósent. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá held ég að liðið hefði ekki náð jafngóðum árangri og raun ber vitni ef það hefði verið í Meistaradeildinni. Maður þarf stærri hóp í það og leiktíðin verður mun erfiðari. Það eru augljóslega fleiri leikir,“ segir Rio Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×