Enski boltinn

Ryan Giggs hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ryan Giggs hefur spilað sinn síðasta knattspyrnuleik eftir glæsilegan feril með Manchester United.

Fyrr í dag var tilkynnt að Giggs muni taka að sér starf aðstoðarknattspyrnustjóra Louis van Gaal sem hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri United næstu þrjú árin. Giggs stýrði United síðustu vikur nýliðins tímabils eftir að David Moyes var sagt upp störfum.

„Ég er afar stoltur og lánsamur yfir því að hafa spilað 963 leiki fyrir stærsta knattspyrnufélag heims og 64 leiki fyrir landslið Wales,“ sagði Giggs í opnu bréfi sem hann birti á heimasíðu United í dag.

Giggs er sigursælasti leikmaður allra tíma hjá United en hann varnn 34 titla sem leikmaður liðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×