Innlent

Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri. Vísir
„Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús. Það sem einhverjum kann að finnast skiptir ekki máli,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri í pistil á Facebook-síðu sinni.

Í pistlinum svarar Jón oddvita lista Framsóknarflokks og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðarúthlutun til félags múslima, sem ætti að nýta til byggingu mosku í Reykjavíkurborg.

„Ef Framsóknarfólk hefur þær áhyggjur, sem það virðist hafa, af uppgangi Íslam í okkar kristilega samfélagi, þá ætti sú umræða að fara fram á Alþingi. Alþingi getur sett lög og bara bannað Íslam svo hægt sé að slá skjaldborg um hina ómenguðu íslensku barnatrú. Svo ætti fólk að kynna sér málavexti í stað þess að fara með fleipur og rangfærslur, sérstaklega ef það er lögfræðingar,“ segir Jón ennfremur í pistli sínum.


Tengdar fréttir

„Við erum ekki rasistar“

Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík.

Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima

"Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.