Innlent

Enn neitar Sigmundur Davíð að tjá sig um ummæli Sveinbjargar Birnu

Sveinn Arnarsson skrifar
Sigmundur Davíð neitaði að tjá sig um ummæli oddvita flokksins í Reykjavík.
Sigmundur Davíð neitaði að tjá sig um ummæli oddvita flokksins í Reykjavík. Mynd/Harry Bjarki Gunnarsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitaði að tjá sig við blaðamann Vísis um ummæli oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, þess efnis að afturkalla ætti lóðaúthlutun til múslima undir Mosku. Nú eru tæpir fjórir sólarhringar þar til kjörstaðir opna í sveitarstjórnarkosningum og enn hefur formaður flokksins ekkert gefið út um ummæli oddvitans. 

Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og ráðherra landstjórnanna lauk nú á tólfta tímanum í dag í Hofi á Akureyri. Í stuttu samtali við blaðamann Vísis eftir fundinn neitaði hann að tjá sig um ummæli Sveinbjargar Birnu á meðan á heimsókn forsætisráðherra Norðurlandanna stæði yfir og baðst undan viðtali þess efnis. 

„Ég hef ekki kynnt mér umræðuna og vill ekki ræða þetta meðan á heimsókninni stendur,“ sagði Sigmundur Davíð. 

Nú eru fjórir dagar síðan ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur féllu í viðtali við Vísi. Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hafa mótmælt orðum Sveinbjargar og telja þau ganga í berhögg við stefnu Framsóknarflokksins. 

Bíða nú margir eftir því að formaður flokksins tjái sig um ummælin sem hafa vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt heimildum Vísis mun forsætisráðherra tjá sig um ummælin þegar heimsókn forsætisráðherra landstjórnanna lýkur í kvöld.

Forsætisráðherrar landstjórnanna eru nú á leiðinni í skoðunarferð á Tröllaskaga með viðkomu á Dalvík og Siglufirði. Áætlað er að snæða kvöldverð á Siglufirði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu halda af landi brott í dag en formenn landsstjórnanna munu þann dag kynna sér starfsemi á Akureyri sem tengist norðurslóðum. Dagskránni lýkur svo í kvöld. 


Tengdar fréttir

Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima

"Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga.

Á að afturkalla lóðir trúfélaga?

Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.