Foreldrum barna ekki tilkynnt um hugsanlegan myglusvepp í Árseli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2014 18:12 Frístundaheimilið Ársel er opið alla virka daga frá kl 13.40 til klukkan 17 fyrir börn í Árbæjarskóla á aldrinum sex til níu ára. vísir/pjetur Grunur leikur á að myglusveppur hafi fundist í frístundamiðstöðinni Árseli í Árbæ. Óhreinindi fundust undir parketi í danssal í mars síðastliðnum, en niðurstöður um hvort myglusvepp sé að ræða liggja ekki fyrir. Búið er að hreinsa burt óhreinindin og skipt hefur verið um parket. Einn starfsmaður hefur fundið fyrir einkennum en beðið er eftir niðurstöðu lækna um hvort einkennin séu af völdum sveppsins. Foreldrum barna hefur ekki verið tilkynnt um hugsanlegan myglusvepp. „Heilbrigðiseftirlitið tók þá ákvörðun að ekki væri þörf á að tilkynna foreldrum barna þetta því börnin eru þarna einungis þrjá tíma á dag, starfsmennirnir í átta tíma á dag og enn er ekkert staðfest,“ segir Jóhannes Guðlaugsson, forstöðumaður Ársels og bætir við að starfsmönnum Ársels hefur þegar verið boðin læknisskoðun. „Við höfðum fundið einhverja lykt, en talið er að hún hafi komið úr skolpi. Það er enn í athugun en skipt verður um vatnslása í ræsum.“Einkenni vegna myglusvepps líkjast oft flensueinkennum. Einkennin tengjast oft efri hluta öndunarvegar, höfuðverkur, erting í augum, stíflað nef og hósti og oft fylgir magaverkur og óþægindi í maga. Sumar tegundir myglusveppa geta valdið ofnæmi og astma eða gert astma verri hjá þeim sem þjást af honum. Áhrifin verða oft meiri hjá ungum börnum, gömlu fólki og þeim sem glíma við sjúkdóma. Frístundaheimilið Ársel er opið alla virka daga frá kl 13.40 til klukkan 17 fyrir börn í Árbæjarskóla á aldrinum sex til níu ára. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Grunur leikur á að myglusveppur hafi fundist í frístundamiðstöðinni Árseli í Árbæ. Óhreinindi fundust undir parketi í danssal í mars síðastliðnum, en niðurstöður um hvort myglusvepp sé að ræða liggja ekki fyrir. Búið er að hreinsa burt óhreinindin og skipt hefur verið um parket. Einn starfsmaður hefur fundið fyrir einkennum en beðið er eftir niðurstöðu lækna um hvort einkennin séu af völdum sveppsins. Foreldrum barna hefur ekki verið tilkynnt um hugsanlegan myglusvepp. „Heilbrigðiseftirlitið tók þá ákvörðun að ekki væri þörf á að tilkynna foreldrum barna þetta því börnin eru þarna einungis þrjá tíma á dag, starfsmennirnir í átta tíma á dag og enn er ekkert staðfest,“ segir Jóhannes Guðlaugsson, forstöðumaður Ársels og bætir við að starfsmönnum Ársels hefur þegar verið boðin læknisskoðun. „Við höfðum fundið einhverja lykt, en talið er að hún hafi komið úr skolpi. Það er enn í athugun en skipt verður um vatnslása í ræsum.“Einkenni vegna myglusvepps líkjast oft flensueinkennum. Einkennin tengjast oft efri hluta öndunarvegar, höfuðverkur, erting í augum, stíflað nef og hósti og oft fylgir magaverkur og óþægindi í maga. Sumar tegundir myglusveppa geta valdið ofnæmi og astma eða gert astma verri hjá þeim sem þjást af honum. Áhrifin verða oft meiri hjá ungum börnum, gömlu fólki og þeim sem glíma við sjúkdóma. Frístundaheimilið Ársel er opið alla virka daga frá kl 13.40 til klukkan 17 fyrir börn í Árbæjarskóla á aldrinum sex til níu ára.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira