Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2014 14:45 Ómar Richter varar evrópsk ungmenni við innflytjendum í myndbandinu MYnd/skjáskot Ungliðar í flokki Svíþjóðardemókrafa hafa sent frá sér nýtt kosningamyndband í aðdraganda þingkosninganna sem fara fram í Svíþjóð í haust.Sverigedemokraterna, eða SD, er hægrisinnaður öfgaflokkur sem barist hefur ötullega fyrir hertri innflytjendalöggjöf í Svíþjóð. Hafa áherslur flokksins verið sagðar einkennast af kynþáttafordómum, andúð á útlendingum, popúlisma og fasisma. Flokkurinn, sem er andsnúinn aðild að Evrópusambandinu hlaut 9.7% kosningum til Evrópuþingsins á dögunum og tvo menn kjörna. Í myndbandinu beina ungliðarnir orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við áhrifum innflytjenda. Segja þau meðal annars að fyrirskipanir frá Brussel séu að hneppa þjóðir Evrópu í ánauð, að Evrópu blæði út og að þau séu af kynslóðinni sem muni verja þjóð sína fyrir skaðlegum erlendum áhrifum. Athygli vekur að Ómari Richter, íslenskum meðlimi flokksins, bregður fyrir þar sem hann ávarpar áhorfendur á íslensku og tekur hann í sama streng og aðrir í myndbandinu. „Brjálæðislegar hugmyndir með blandaða menningu og fjöldainnflutningur á fólki stútar sundur okkar sameinaða fólki,“ segir Ómar meðal annars. William Hahne, einn þeirra sem sést í auglýsingunni með Ómari, rataði í íslenska fjölmiða í nóvember 2010 þegar hann veittist að barþjóni af palestínskum uppruna í miðborg Reykjavíkur. Kastaði Hahne í hann glasi og hreytti í hann rasískum fúkyrðum. Var hann þá á vegum sendinefndar Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu sem fór fram hér á landi. Myndbandið kom inn á netið í gær og hefur verið horft á það rúmlega 36 þúsund sinnum. Það má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ungliðar í flokki Svíþjóðardemókrafa hafa sent frá sér nýtt kosningamyndband í aðdraganda þingkosninganna sem fara fram í Svíþjóð í haust.Sverigedemokraterna, eða SD, er hægrisinnaður öfgaflokkur sem barist hefur ötullega fyrir hertri innflytjendalöggjöf í Svíþjóð. Hafa áherslur flokksins verið sagðar einkennast af kynþáttafordómum, andúð á útlendingum, popúlisma og fasisma. Flokkurinn, sem er andsnúinn aðild að Evrópusambandinu hlaut 9.7% kosningum til Evrópuþingsins á dögunum og tvo menn kjörna. Í myndbandinu beina ungliðarnir orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við áhrifum innflytjenda. Segja þau meðal annars að fyrirskipanir frá Brussel séu að hneppa þjóðir Evrópu í ánauð, að Evrópu blæði út og að þau séu af kynslóðinni sem muni verja þjóð sína fyrir skaðlegum erlendum áhrifum. Athygli vekur að Ómari Richter, íslenskum meðlimi flokksins, bregður fyrir þar sem hann ávarpar áhorfendur á íslensku og tekur hann í sama streng og aðrir í myndbandinu. „Brjálæðislegar hugmyndir með blandaða menningu og fjöldainnflutningur á fólki stútar sundur okkar sameinaða fólki,“ segir Ómar meðal annars. William Hahne, einn þeirra sem sést í auglýsingunni með Ómari, rataði í íslenska fjölmiða í nóvember 2010 þegar hann veittist að barþjóni af palestínskum uppruna í miðborg Reykjavíkur. Kastaði Hahne í hann glasi og hreytti í hann rasískum fúkyrðum. Var hann þá á vegum sendinefndar Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu sem fór fram hér á landi. Myndbandið kom inn á netið í gær og hefur verið horft á það rúmlega 36 þúsund sinnum. Það má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00