„Þetta er alls ekki einhver auglýsingarherferð, þetta er fyrst og fremst verkefni ljósmyndarans,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata.
Fréttaljósmyndarinn Geirix, hjá PressPhotos, opnaði sína fyrstu einkasýningu, Á nærfötunum: Hin hliðin á íslenskum stjórnmálum, í Tjarnarbíói í gær.
„Hann hefur verið að taka pólitískar myndir og var að opna sína fyrstu sýningu. Við féllumst á að taka þátt í þessu en myndin af okkur ber nafnið „gagnsæi“.
Halldór segir að myndin sé tilvísun í starfshætti Pírata og þeirra stefnuskrá.
Hér að neðan má sjá færslu frá Jóni Þór Ólafssyni, alþingismanni og Pírata.
Þar skrifar hann: Fyrsta skipti nokkurntíman sem ég smelli á mynd sem facebook hefur bannað. Deili henni því aftur. Frambjóðendur Píratar í Reykjavík hafa ekkert að fela.
