Geldingu grísa hætt með núverandi hætti Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2014 15:42 MYNDIR/FÉSBÓKARSÍÐA ORMSSTAÐA Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa. Leitað verður allra leiða í samstarfi við dýralækna, sláturleyfishafa og Matvælastofnun. Þeir kostir sem helst koma til greina eru að mati svínabænda og sláturleyfishafa eru eftirfarandi:Gelding framkvæmd með deyfingu.Gelding framkvæmd með svæfingu.Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis. Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu en þeir hafna allfarið fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Í kvöldfréttum RÚV þann 24. maí sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Fram kemur í yfirlýsingunni að við innleiðingu nýrra laga sé mikilvægt að stjórnvöld geri hlutaðeigandi kleift að uppfylla lögin. „Stærsta áskorunin sem svínarækt á heimsvísu stendur frammi fyrir er að hætta geldingu grísa með þeim hætti sem hún er almennt framkvæmd í heiminum, þ.m.t. hér á landi. Í því samhengi má benda á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Til fjölda ára hefur verið unnið að því að þróa leiðir til að finna lausn á þessu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót skipaði Ísland sér fremst á meðal ríkja sem hafa velferð og aðbúnað dýra að leiðarljósi. Því ber að fagna enda er svínabændum og sláturleyfishöfum mikið í mun að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi.“ Svínaræktarfélag Íslands skora á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“ Tengdar fréttir Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18 „Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa. Leitað verður allra leiða í samstarfi við dýralækna, sláturleyfishafa og Matvælastofnun. Þeir kostir sem helst koma til greina eru að mati svínabænda og sláturleyfishafa eru eftirfarandi:Gelding framkvæmd með deyfingu.Gelding framkvæmd með svæfingu.Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis. Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu en þeir hafna allfarið fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Í kvöldfréttum RÚV þann 24. maí sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Fram kemur í yfirlýsingunni að við innleiðingu nýrra laga sé mikilvægt að stjórnvöld geri hlutaðeigandi kleift að uppfylla lögin. „Stærsta áskorunin sem svínarækt á heimsvísu stendur frammi fyrir er að hætta geldingu grísa með þeim hætti sem hún er almennt framkvæmd í heiminum, þ.m.t. hér á landi. Í því samhengi má benda á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Til fjölda ára hefur verið unnið að því að þróa leiðir til að finna lausn á þessu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót skipaði Ísland sér fremst á meðal ríkja sem hafa velferð og aðbúnað dýra að leiðarljósi. Því ber að fagna enda er svínabændum og sláturleyfishöfum mikið í mun að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi.“ Svínaræktarfélag Íslands skora á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“
Tengdar fréttir Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18 „Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18
„Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19