Geldingu grísa hætt með núverandi hætti Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2014 15:42 MYNDIR/FÉSBÓKARSÍÐA ORMSSTAÐA Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa. Leitað verður allra leiða í samstarfi við dýralækna, sláturleyfishafa og Matvælastofnun. Þeir kostir sem helst koma til greina eru að mati svínabænda og sláturleyfishafa eru eftirfarandi:Gelding framkvæmd með deyfingu.Gelding framkvæmd með svæfingu.Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis. Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu en þeir hafna allfarið fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Í kvöldfréttum RÚV þann 24. maí sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Fram kemur í yfirlýsingunni að við innleiðingu nýrra laga sé mikilvægt að stjórnvöld geri hlutaðeigandi kleift að uppfylla lögin. „Stærsta áskorunin sem svínarækt á heimsvísu stendur frammi fyrir er að hætta geldingu grísa með þeim hætti sem hún er almennt framkvæmd í heiminum, þ.m.t. hér á landi. Í því samhengi má benda á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Til fjölda ára hefur verið unnið að því að þróa leiðir til að finna lausn á þessu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót skipaði Ísland sér fremst á meðal ríkja sem hafa velferð og aðbúnað dýra að leiðarljósi. Því ber að fagna enda er svínabændum og sláturleyfishöfum mikið í mun að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi.“ Svínaræktarfélag Íslands skora á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“ Tengdar fréttir Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18 „Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa. Leitað verður allra leiða í samstarfi við dýralækna, sláturleyfishafa og Matvælastofnun. Þeir kostir sem helst koma til greina eru að mati svínabænda og sláturleyfishafa eru eftirfarandi:Gelding framkvæmd með deyfingu.Gelding framkvæmd með svæfingu.Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis. Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu en þeir hafna allfarið fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Í kvöldfréttum RÚV þann 24. maí sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Fram kemur í yfirlýsingunni að við innleiðingu nýrra laga sé mikilvægt að stjórnvöld geri hlutaðeigandi kleift að uppfylla lögin. „Stærsta áskorunin sem svínarækt á heimsvísu stendur frammi fyrir er að hætta geldingu grísa með þeim hætti sem hún er almennt framkvæmd í heiminum, þ.m.t. hér á landi. Í því samhengi má benda á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Til fjölda ára hefur verið unnið að því að þróa leiðir til að finna lausn á þessu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót skipaði Ísland sér fremst á meðal ríkja sem hafa velferð og aðbúnað dýra að leiðarljósi. Því ber að fagna enda er svínabændum og sláturleyfishöfum mikið í mun að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi.“ Svínaræktarfélag Íslands skora á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“
Tengdar fréttir Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18 „Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18
„Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19