Innlent

Undirbýr sig fyrir Íslandsmót í kassabílarallýi

Hrund Þórsdóttir skrifar
Íslandsmót í kassabílarallýi verður haldið á sunnudaginn og feðgin í Hafnarfirðinum hafa dundað sér við að búa til sannkallað tryllitæki fyrir keppnina.

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir mótinu og notast verður við svipaðar reglur og í hefðbundnum rallkeppnum.

Hin 11 ára gamla Þuríður Ásta Guðmundsdóttir verður á meðal keppenda og síðustu daga hefur hún varið frístundum í bílskúrnum með föður sínum, Guðmundi Sigurðssyni, sem er sjálfur fyrrum Íslandsmeistari í rallakstri í jeppaflokki.

Þuríður er liðtæk með verkfærin eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði og hún festi meðal annars stýrið, dekkin og demparana á bílinn sem þau fegðin eru að smíða. Grunnurinn að honum er gamalt ónýtt fjórhjól sem þau breyttu og keppnisplan Þuríðar fyrir sunnudaginn er einfalt; að vinna keppnina.

Enn er hægt að skrá sig í þessa skemmtilegu keppni og fá allar nánari upplýsingar hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×