Innlent

Helga Vala er ekki á framboðslista Sjálfstæðismanna

Sveinn Arnarsson skrifar
Áslaug María og Helga Vala
Áslaug María og Helga Vala
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur, hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook síðu sinni, þess efnis að hún sé ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Hafa margir komið upp að henni og óskað henni velfarnaðar í komandi kosningum. Ein kona hafði samband við Helgu Völu í þeim tilgangi að tjá gleði sína á því að hún myndi breyta einhverju í Sjálfstæðisflokknum. 

Vegna þess misskilnings hefur Helga Helgadóttir séð sig knúna til að senda frá sér opinbera yfirlýsingu. Hún sé ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Má áætla að kjósendur í Reykjavík séu að rugla Helgu Völu saman við Áslaugu Maríu Friðriksdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúa. 

Hér er orðrétt yfirlýsing Helgu Völu:



„Kæru vinir mínir á Fésinu. Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég er ekki, ég endurtek EKKI í framboði fyrir sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Virðuleg frú hafði samband við mig og sagðist hafa orðið svo glöð við að sjá mig þar í þeirri von að ég gæti breytt einhverju í flokknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er borið upp á mig svo nú neyðist ég til að senda frá mér opinbera yfirlýsingu. EKKI Í FRAMBOÐI FYRIR SJALLA Í BORGINNI. Þetta ku vera hún Áslaug sem fólk er að rugla mér saman við.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×