Oddvitaáskorunin - Vilja samtal milli íbúa og bæjarfulltrúa Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 11:01 Hér er selfie með mér og stuðningsmönnum, sonum mínum Freyr og Hrafni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Viðar Helgason leiðir lista Bjartrar framtíðar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir rúmum sjö árum fórum við hjónin, þá búsett í Reykjavík, í bíltúr á Stokkseyri. Eftir ferð í sundlaugina á staðnum, þar sem okkur var boðið kaffi í heita pottinn og guðdómlega humarsúpu á Fjöruborðinu var okkur ekki til setunnar boðið. Nokkrum mánuðum síðar höfðum við fest kaup á húsi við sjóinn og hér erum við alsæl, enda Árborg frábært sveitarfélag og hér eru endalausir möguleikar. Ég er húsasmiður að mennt og var í atvinnurekstri því tengdu í mörg ár. Ég hef einnig starfað sem sjómaður, við húsamálun en síðastliðin ár hef ég starfað sem fjallaleiðsögumaður. Ég er vel giftur og á fimm börn á aldrinum 3 – 24 ára, ásamt því að eiga fjögurra ára barnabarn. Ég er svo lánsamur að fá greitt fyrir að stunda helsta áhugamál mitt, sem er fjallamennska og útivist. Frítíma mínum eyði ég með fjölskyldunni minni og gjarnan í ferðalögum innanlands, en við erum miklir náttúruunnendur. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornstrandir en þaðan er ég ættaður. Hundar eða kettir? Hundar Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna fimm og brúðkaupsdagurinn minn 5. júlí 2008. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt úr Holti í Flóa er á toppnum. Hvernig bíl ekur þú? Skoda Octavia. Besta minningin? Þær eru margar en Hornstrandarferð með pabba gamla árið 1992 er ofarlega. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já – hef dregið úr hraðanum síðan þá. Hverju sérðu mest eftir? Eftirsjá er tímasóun. Draumaferðalagið? Aftur í Hornstrandarferð með ástinni minni. Hefur þú migið í saltan sjó? Já margoft! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Setið klæðalítill fyrir á dagatali hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, geri það reglulega. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Árborg Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Viðar Helgason leiðir lista Bjartrar framtíðar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir rúmum sjö árum fórum við hjónin, þá búsett í Reykjavík, í bíltúr á Stokkseyri. Eftir ferð í sundlaugina á staðnum, þar sem okkur var boðið kaffi í heita pottinn og guðdómlega humarsúpu á Fjöruborðinu var okkur ekki til setunnar boðið. Nokkrum mánuðum síðar höfðum við fest kaup á húsi við sjóinn og hér erum við alsæl, enda Árborg frábært sveitarfélag og hér eru endalausir möguleikar. Ég er húsasmiður að mennt og var í atvinnurekstri því tengdu í mörg ár. Ég hef einnig starfað sem sjómaður, við húsamálun en síðastliðin ár hef ég starfað sem fjallaleiðsögumaður. Ég er vel giftur og á fimm börn á aldrinum 3 – 24 ára, ásamt því að eiga fjögurra ára barnabarn. Ég er svo lánsamur að fá greitt fyrir að stunda helsta áhugamál mitt, sem er fjallamennska og útivist. Frítíma mínum eyði ég með fjölskyldunni minni og gjarnan í ferðalögum innanlands, en við erum miklir náttúruunnendur. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornstrandir en þaðan er ég ættaður. Hundar eða kettir? Hundar Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna fimm og brúðkaupsdagurinn minn 5. júlí 2008. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt úr Holti í Flóa er á toppnum. Hvernig bíl ekur þú? Skoda Octavia. Besta minningin? Þær eru margar en Hornstrandarferð með pabba gamla árið 1992 er ofarlega. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já – hef dregið úr hraðanum síðan þá. Hverju sérðu mest eftir? Eftirsjá er tímasóun. Draumaferðalagið? Aftur í Hornstrandarferð með ástinni minni. Hefur þú migið í saltan sjó? Já margoft! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Setið klæðalítill fyrir á dagatali hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, geri það reglulega. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Árborg Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28