Innlent

Barist um skólana

Samúel Karl Ólason skrifar
Stóru málin komu við í Rangárþingi ytra á leið sinni um landið þar sem rætt var við bæjarstjórnarkonur og íbúa um kosningarnar.

Skólamálin virðast sitja þungt í kjósendum, þar sem til stendur að sameina Laugalandsskóla og Helluskóla.

Ólga hefur verið í stjórnmálunum á kjörtímabilinu og sprakk meirihlutinn um mitt tímabilið.

Lóa Pind hitti konurnar í eldlínunni og ræddi við Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur og Guðfinnu Þorvaldsdóttur, oddvita Á-listans um ólguna. Þær ætla þó hvorugar að bjóða sig fram aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×