Innlent

54 þúsund undirskriftir afhentar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Steindór Valdimarsson og félagar í Já Íslandi afhentu forseta Alþingis og þingflokksformönnum allra flokka 53.555 undirskriftir klukkan 13 í dag.Þar er skorað á Alþingi að leggja þingsályktunartillögu, um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu, til hliðar og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.Jón Steindór hafði á orði að afhendingin væri táknræn. Undirskriftasöfnunin hefði staðið yfir í 63 daga en henni væri einmitt beint til 63 þingmanna. Söfnunin hófst þann 23. febrúar og lauk sunnudaginn 27. apríl.Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, veitti undirskriftunum móttöku fyrir hönd síns flokks í fjarveru Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Sagði Guðlaugur Þór að undirskriftasöfnun sem þessar væru vel þekkt fyrirfyrirbæri og hefðu að sjálfsögðu áhrif í umræðu um málið.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Langt í metfjölda undirskrifta

Hátt í fjórir tugir þúsunda hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að slíta ekki aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Söfnunin er með þeim stærri í Íslandssögunni en á enn langt í að slá met.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.