Innlent

Þingeyringar vilja veiðiréttinn heim

Samúel Karl Ólason skrifar
Stóru málin komu við í Þingeyri vegna sveitarstjórnarkosninganna og Lóa Pind Aldísardóttir heyrði hljóðið í íbúum. Þungt var yfir þeim vegna fyrirhugaðs flutnings fiskvinnslu Vísis hf, sem loka á eftir eitt ár.

Meðal annars segja íbúar að fari vinnslan muni Þingeyri leggjast í eyði. Nauðsynlegt sé að fá kvóta til að halda áfram fiskvinnslu í bænum.

Einhverjir hafa ekki ákveðið sig hvort þeir muni flytjast búferlaflutningum til Grindavíkur, eins og þeim hafi verið boðið. Erfitt gæti þó reynst að að selja eignir á Þingeyri.

Þá missti bréfberinn vinnuna fyrir skömmu.



Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×