Ekkert rætt við Guðrúnu um oddvitasætið 20. apríl 2014 19:58 Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. Heimildir herma að það verði gert á næstu dögum. Þrýstingur er á Guðna Ágústsson að bjóða fram krafta sína, meðal annars frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enginn í kjörstjórn né í forystu flokksins hefur hinsvegar rætt við Guðrúnu Bryndísi um hug hennar til oddvitasætisins. „Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Það hefur verið óformlegt en þeir hafa ekki talað við mig um áframhaldið,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík. Guðrún Bryndís er umhverfis- og byggingaverkfræðingur með sérstaka áherslu á skipulag spítala. Hún telur að fagleg þekking sín á borgarmálum sé mikilvægari en pólitísk reynsla Guðna Ágústssonar og þar með sé hún betri kostur í oddvitasætið. „Vaninn er auðvitað að það sé gamall reynslubolti í 1.sæti eða einhver sem er búinn að vinna sig upp en ég kem inn af götu og gef kost á mér og er metin það sterkur kandidat og það mikill styrkur fyrir framboðið að mér er valið annað sætið. “ Varaformaður Framsóknarflokksins viðurkennir að uppkomin staða sé ekki til hagsbóta fyrir flokkinn. „Það er auðvitað alltaf svolítið óheppilegt þegar menn eru búnir að fara hálfa leið af stað en ná ekki að klára það. Það sýnir sig að það er ekki nægilegur stuðningur við það sem menn hafa sett upp. Þá verður að gefa félögum okkar í stjórninni smá tíma til að stokka upp spilin. Ég treysti þeim alveg til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Finnst þér ekkert verið að ganga framhjá þér þegar það er ekki einu sinni búið að tala við þig um að taka við oddvitasætinu? Ég held að fólk hljóti bara að vera að hugsa málið í ró og næði ætli það séu ekki bara allir undir feldi og skíthræddir við að koma út. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. Heimildir herma að það verði gert á næstu dögum. Þrýstingur er á Guðna Ágústsson að bjóða fram krafta sína, meðal annars frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enginn í kjörstjórn né í forystu flokksins hefur hinsvegar rætt við Guðrúnu Bryndísi um hug hennar til oddvitasætisins. „Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Það hefur verið óformlegt en þeir hafa ekki talað við mig um áframhaldið,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík. Guðrún Bryndís er umhverfis- og byggingaverkfræðingur með sérstaka áherslu á skipulag spítala. Hún telur að fagleg þekking sín á borgarmálum sé mikilvægari en pólitísk reynsla Guðna Ágústssonar og þar með sé hún betri kostur í oddvitasætið. „Vaninn er auðvitað að það sé gamall reynslubolti í 1.sæti eða einhver sem er búinn að vinna sig upp en ég kem inn af götu og gef kost á mér og er metin það sterkur kandidat og það mikill styrkur fyrir framboðið að mér er valið annað sætið. “ Varaformaður Framsóknarflokksins viðurkennir að uppkomin staða sé ekki til hagsbóta fyrir flokkinn. „Það er auðvitað alltaf svolítið óheppilegt þegar menn eru búnir að fara hálfa leið af stað en ná ekki að klára það. Það sýnir sig að það er ekki nægilegur stuðningur við það sem menn hafa sett upp. Þá verður að gefa félögum okkar í stjórninni smá tíma til að stokka upp spilin. Ég treysti þeim alveg til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Finnst þér ekkert verið að ganga framhjá þér þegar það er ekki einu sinni búið að tala við þig um að taka við oddvitasætinu? Ég held að fólk hljóti bara að vera að hugsa málið í ró og næði ætli það séu ekki bara allir undir feldi og skíthræddir við að koma út.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira