Guðni vildi sameina allt innanlandsflug í Keflavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2014 18:48 Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp. Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp.
Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56
Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38
Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30
Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00