Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2014 20:00 Allar líkur eru á að fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skelli á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en ólíklegt er að það dugi til að samningar náist í kvöld. Ef að verður hefjast aðgerðirnar klukkan fjögur í fyrramálið og standa til klukkan níu. Þær munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulifsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um 18 prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Samninganefndir hafa fundað síðan í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og fyrr í dag gerðu stéttarfélögin þrjú Isavia gagntilboð, sem verið er að meta þessa stundina. „Við höfum sagt að héðan í frá mun ekkert fresta aðgerðum nema undirritaður samningur. Við erum í þessum töluðu orðum að vinna vinnuna okkar. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og við höfum verið að leggja fram gagntilboð og fá viðbrögð við þeim. Við erum í því núna að vinna þessa vinnu. Ég á von á því að við höldum áfram á meðan við getum talað saman,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Álfheiður Sivertsen formaður samninganefndar Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng, setið verði við á meðan einhver von sé til samninga. Kristján telur ekki svo langt á milli manna. „Þetta er á þessu óvissutímabili núna. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og eins og ég hef oft sagt að á meðan að menn eru að tala saman er alla vega von á því að menn nái samkomulagi. En við verðum bara að sjá til hvað dagurinn og kvöldið ber í skauti sér,“ segir Kristján. Flugmenn hjá Icelandair greiða atkvæði um það fram á næsta þriðjudag að boða til aðgerða, yfirvinnubanns og skæruverkfalla, sem gætu hafist hinn 9. maí náist ekki samningar. Þannig að töluverð óvissa ríkir í flugheiminum og ef ekki nást samningar við starfsmenn Ísavia fyrir 30. apríl, hefja þeir allsherjarverkfall. Óttast menn í þínum röðum að ríkisvaldið grípi þá inn í með lagasetningu. Það yrði auðvitað alvarlegt mál ef landinu yrði lokað? „Eigum við ekki að taka einn dag í einu,“ svarar Kristján Jóhannsson. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Allar líkur eru á að fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skelli á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en ólíklegt er að það dugi til að samningar náist í kvöld. Ef að verður hefjast aðgerðirnar klukkan fjögur í fyrramálið og standa til klukkan níu. Þær munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulifsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um 18 prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Samninganefndir hafa fundað síðan í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og fyrr í dag gerðu stéttarfélögin þrjú Isavia gagntilboð, sem verið er að meta þessa stundina. „Við höfum sagt að héðan í frá mun ekkert fresta aðgerðum nema undirritaður samningur. Við erum í þessum töluðu orðum að vinna vinnuna okkar. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og við höfum verið að leggja fram gagntilboð og fá viðbrögð við þeim. Við erum í því núna að vinna þessa vinnu. Ég á von á því að við höldum áfram á meðan við getum talað saman,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Álfheiður Sivertsen formaður samninganefndar Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng, setið verði við á meðan einhver von sé til samninga. Kristján telur ekki svo langt á milli manna. „Þetta er á þessu óvissutímabili núna. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og eins og ég hef oft sagt að á meðan að menn eru að tala saman er alla vega von á því að menn nái samkomulagi. En við verðum bara að sjá til hvað dagurinn og kvöldið ber í skauti sér,“ segir Kristján. Flugmenn hjá Icelandair greiða atkvæði um það fram á næsta þriðjudag að boða til aðgerða, yfirvinnubanns og skæruverkfalla, sem gætu hafist hinn 9. maí náist ekki samningar. Þannig að töluverð óvissa ríkir í flugheiminum og ef ekki nást samningar við starfsmenn Ísavia fyrir 30. apríl, hefja þeir allsherjarverkfall. Óttast menn í þínum röðum að ríkisvaldið grípi þá inn í með lagasetningu. Það yrði auðvitað alvarlegt mál ef landinu yrði lokað? „Eigum við ekki að taka einn dag í einu,“ svarar Kristján Jóhannsson.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira