Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2014 20:00 Allar líkur eru á að fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skelli á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en ólíklegt er að það dugi til að samningar náist í kvöld. Ef að verður hefjast aðgerðirnar klukkan fjögur í fyrramálið og standa til klukkan níu. Þær munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulifsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um 18 prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Samninganefndir hafa fundað síðan í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og fyrr í dag gerðu stéttarfélögin þrjú Isavia gagntilboð, sem verið er að meta þessa stundina. „Við höfum sagt að héðan í frá mun ekkert fresta aðgerðum nema undirritaður samningur. Við erum í þessum töluðu orðum að vinna vinnuna okkar. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og við höfum verið að leggja fram gagntilboð og fá viðbrögð við þeim. Við erum í því núna að vinna þessa vinnu. Ég á von á því að við höldum áfram á meðan við getum talað saman,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Álfheiður Sivertsen formaður samninganefndar Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng, setið verði við á meðan einhver von sé til samninga. Kristján telur ekki svo langt á milli manna. „Þetta er á þessu óvissutímabili núna. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og eins og ég hef oft sagt að á meðan að menn eru að tala saman er alla vega von á því að menn nái samkomulagi. En við verðum bara að sjá til hvað dagurinn og kvöldið ber í skauti sér,“ segir Kristján. Flugmenn hjá Icelandair greiða atkvæði um það fram á næsta þriðjudag að boða til aðgerða, yfirvinnubanns og skæruverkfalla, sem gætu hafist hinn 9. maí náist ekki samningar. Þannig að töluverð óvissa ríkir í flugheiminum og ef ekki nást samningar við starfsmenn Ísavia fyrir 30. apríl, hefja þeir allsherjarverkfall. Óttast menn í þínum röðum að ríkisvaldið grípi þá inn í með lagasetningu. Það yrði auðvitað alvarlegt mál ef landinu yrði lokað? „Eigum við ekki að taka einn dag í einu,“ svarar Kristján Jóhannsson. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Allar líkur eru á að fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skelli á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en ólíklegt er að það dugi til að samningar náist í kvöld. Ef að verður hefjast aðgerðirnar klukkan fjögur í fyrramálið og standa til klukkan níu. Þær munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulifsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um 18 prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Samninganefndir hafa fundað síðan í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og fyrr í dag gerðu stéttarfélögin þrjú Isavia gagntilboð, sem verið er að meta þessa stundina. „Við höfum sagt að héðan í frá mun ekkert fresta aðgerðum nema undirritaður samningur. Við erum í þessum töluðu orðum að vinna vinnuna okkar. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og við höfum verið að leggja fram gagntilboð og fá viðbrögð við þeim. Við erum í því núna að vinna þessa vinnu. Ég á von á því að við höldum áfram á meðan við getum talað saman,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Álfheiður Sivertsen formaður samninganefndar Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng, setið verði við á meðan einhver von sé til samninga. Kristján telur ekki svo langt á milli manna. „Þetta er á þessu óvissutímabili núna. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og eins og ég hef oft sagt að á meðan að menn eru að tala saman er alla vega von á því að menn nái samkomulagi. En við verðum bara að sjá til hvað dagurinn og kvöldið ber í skauti sér,“ segir Kristján. Flugmenn hjá Icelandair greiða atkvæði um það fram á næsta þriðjudag að boða til aðgerða, yfirvinnubanns og skæruverkfalla, sem gætu hafist hinn 9. maí náist ekki samningar. Þannig að töluverð óvissa ríkir í flugheiminum og ef ekki nást samningar við starfsmenn Ísavia fyrir 30. apríl, hefja þeir allsherjarverkfall. Óttast menn í þínum röðum að ríkisvaldið grípi þá inn í með lagasetningu. Það yrði auðvitað alvarlegt mál ef landinu yrði lokað? „Eigum við ekki að taka einn dag í einu,“ svarar Kristján Jóhannsson.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira