Ridley Scott skýtur Halo-mynd á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. apríl 2014 18:19 Vísir/Getty Tökur á nýrri bíómynd sem byggð er á vinsæla tölvuleiknum Halo hefjast í næstu viku á Íslandi og á Írlandi. Myndin kemur úr smiðju leikstjórans Ridley Scott og framleiðslufyrirtækis hans, Scott Free Productions. Þetta kom fram á blaðamannafundi Microsoft í dag. Kostnaður við myndina verður talsverður en fram kom á fundinum í dag að framleiðslukostnaður yrði meira en tíu milljónir dollara, rúmur milljarður króna. Myndin lítur dagsins ljós seinna á þessu ári en vefsíðan Gigaom hefur heimildir fyrir því að hún verði frumsýnd í október. Þá er leikstjórinn Steven Spielberg einnig með þáttaröð byggða á Halo í bígerð og verða þessi tvö verkefni tengd að einhverju leiti. Seríunni Halo 4: Forward Unto Dawn, sem var frumsýnd árið 2012, var dreift á vefsíðunni YouTube og hefur verið skoðuð meira en fimmtíu milljón sinnum. Ekki er ljóst hvernig mynd Ridley Scott verður dreift að svo stöddu. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökur á nýrri bíómynd sem byggð er á vinsæla tölvuleiknum Halo hefjast í næstu viku á Íslandi og á Írlandi. Myndin kemur úr smiðju leikstjórans Ridley Scott og framleiðslufyrirtækis hans, Scott Free Productions. Þetta kom fram á blaðamannafundi Microsoft í dag. Kostnaður við myndina verður talsverður en fram kom á fundinum í dag að framleiðslukostnaður yrði meira en tíu milljónir dollara, rúmur milljarður króna. Myndin lítur dagsins ljós seinna á þessu ári en vefsíðan Gigaom hefur heimildir fyrir því að hún verði frumsýnd í október. Þá er leikstjórinn Steven Spielberg einnig með þáttaröð byggða á Halo í bígerð og verða þessi tvö verkefni tengd að einhverju leiti. Seríunni Halo 4: Forward Unto Dawn, sem var frumsýnd árið 2012, var dreift á vefsíðunni YouTube og hefur verið skoðuð meira en fimmtíu milljón sinnum. Ekki er ljóst hvernig mynd Ridley Scott verður dreift að svo stöddu.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira