„Notum það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. apríl 2014 16:01 Nú hefur bæst í pottaflóru landsmanna þar sem nýr heitur pottur var vígður í Vesturbæjarlaug klukkan 16 í dag. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, segir aldrei falla skugga á nýja pottinn. „Það er ekki verið að finna upp neitt nýtt,“ segir Hafliði í samtali við Vísi. „Við erum hins vegar að nota allt það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan.“ Laugarsvæðið hefur verið stækkað svo um munar og búið er að setja upp nýja girðingu, byggja nýjan kjallara og geymslu fyrir laugarverði, auk þess sem kvennaklefinn hefur verið tekinn í gegn. Hafliði segir þá fjóra potta sem fyrir voru vera á sínum stað en nýi potturinn er að hans sögn mjög stór. „Þetta er hrein viðbót og nýi potturinn er í rauninni tveir pottar saman. Þarna er vaðlaug, sambærileg þeirri í Grafarvogslaug, og svo stór, tvískiptur pottur sem er bæði nuddpottur og venjulegur.“Vísir/DaníelÞað var Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sem vígði pottinn og var hún í sannkölluðu sumarskapi þegar Vísir náði tali af henni. „Það stóð til að bíða með að taka karlaklefana í gegn en svo var ákveðið á fundi í borgarráði í morgun að bíða ekki lengur með það,“ segir Eva og munu endurbætur á karlaklefunum hefjast innan skamms. „Þetta er því gleðidagur fyrir Vesturbæjarlaug og alla sundiðkendur.“ Eva hélt stutta ræðu áður en hún vígði pottinn en stóru skærin voru ekki dregin á loft. „Nei, þetta er bara óformlegt, bara nokkur góð orð, enda best að tala sem minnst í svona góðu veðri og hleypa fólkinu bara sem fyrst í pottinn.“Vísir/DaníelDagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kominn hálfa leið í skýluna þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég var að sækja tvo yngstu krakkana mína og ætli ég dragi þau ekki bara með í pottinn,“ segir Dagur og viðurkennir að hann sé „meiri pottamaður en sundmaður“. Vesturbæjarlaugin er ekki hans hverfislaug en Dagur segir hana hafa skemmtilegan karakter. „Árbæjarlaugin er mitt uppáhald en þær eru allar æðislegar þó þær séu ólíkar.“ Hann segist reyna að fara sem oftast í sund enda sé það hollt fyrir líkama og sál. „Laugarnar í Reykjavík eru eitt það mesta lýðheilsuverkefni sem ég þekki og áhrif þeirra eru meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði á líkama og geðheilsu.“ Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Nú hefur bæst í pottaflóru landsmanna þar sem nýr heitur pottur var vígður í Vesturbæjarlaug klukkan 16 í dag. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, segir aldrei falla skugga á nýja pottinn. „Það er ekki verið að finna upp neitt nýtt,“ segir Hafliði í samtali við Vísi. „Við erum hins vegar að nota allt það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan.“ Laugarsvæðið hefur verið stækkað svo um munar og búið er að setja upp nýja girðingu, byggja nýjan kjallara og geymslu fyrir laugarverði, auk þess sem kvennaklefinn hefur verið tekinn í gegn. Hafliði segir þá fjóra potta sem fyrir voru vera á sínum stað en nýi potturinn er að hans sögn mjög stór. „Þetta er hrein viðbót og nýi potturinn er í rauninni tveir pottar saman. Þarna er vaðlaug, sambærileg þeirri í Grafarvogslaug, og svo stór, tvískiptur pottur sem er bæði nuddpottur og venjulegur.“Vísir/DaníelÞað var Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sem vígði pottinn og var hún í sannkölluðu sumarskapi þegar Vísir náði tali af henni. „Það stóð til að bíða með að taka karlaklefana í gegn en svo var ákveðið á fundi í borgarráði í morgun að bíða ekki lengur með það,“ segir Eva og munu endurbætur á karlaklefunum hefjast innan skamms. „Þetta er því gleðidagur fyrir Vesturbæjarlaug og alla sundiðkendur.“ Eva hélt stutta ræðu áður en hún vígði pottinn en stóru skærin voru ekki dregin á loft. „Nei, þetta er bara óformlegt, bara nokkur góð orð, enda best að tala sem minnst í svona góðu veðri og hleypa fólkinu bara sem fyrst í pottinn.“Vísir/DaníelDagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kominn hálfa leið í skýluna þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég var að sækja tvo yngstu krakkana mína og ætli ég dragi þau ekki bara með í pottinn,“ segir Dagur og viðurkennir að hann sé „meiri pottamaður en sundmaður“. Vesturbæjarlaugin er ekki hans hverfislaug en Dagur segir hana hafa skemmtilegan karakter. „Árbæjarlaugin er mitt uppáhald en þær eru allar æðislegar þó þær séu ólíkar.“ Hann segist reyna að fara sem oftast í sund enda sé það hollt fyrir líkama og sál. „Laugarnar í Reykjavík eru eitt það mesta lýðheilsuverkefni sem ég þekki og áhrif þeirra eru meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði á líkama og geðheilsu.“
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira